Ákæra

Ákæra

Sakamál er höfðað með útgáfu skjals sem kallast ákæra. Um form hennar gildir 152. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í ákæru skal greina:

  a. þann dómstól sem málið er höfðað fyrir,
   
b. nafn ákærða, kennitölu eða fæðingardag og heimili eða dvalarstað,
   
c. hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta,
   
d. röksemdir sem málsóknin er byggð á, ef þörf krefur, svo sem ef mál er flókið eða umfangsmikið, en röksemdafærslan skal þá vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hverjar sakargiftir eru,
   
e. kröfur um refsingu og önnur viðurlög, svo sem sviptingu réttinda og upptöku eigna, svo og kröfu um greiðslu sakarkostnaðar,
   
f. einkaréttarkröfur og kröfur allsherjarréttar eðlis skv. XXVI. kafla.

 

Ákæra ásamt málsgögnum er send héraðsdómi. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga um meðferð sakamála er dómara eftir þingfestingu skylt gegn greiðslu gjalds að láta öðrum þeim, sem þess óskar, í té staðfest afrit af ákæru (og greinargerð ákærða, ef hún hefur verið lögð fram) svo fljótt sem við verður komið. Þó skal synja um að láta í té afrit af þeim hlutum þessara skjala sem hafa að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstaklinga ellegar lögpersóna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Enn fremur ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast þess, svo sem ef um er að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál ellegar samskipti þess við önnur ríki eða alþjóðastofnanir.

Þá er í 5. mgr. 156. gr. laganna kveðið á um að þremur sólarhringum liðnum frá birtingu ákæru sé ákæranda skylt að láta þeim sem þess óskar í té afrit af henni með þeim takmörkunum sem greindar eru í 1. mgr. 16. gr.  Ríkissaksóknari telur að þar undir falli allar ákærur í málum þar sem þingað er fyrir lutum dyrum (á við flest kynferðisbrotamál.)

 
 

smallheaderimage

Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica