Kærur á hendur lögreglu

Kærur á hendur lögreglu

Samkvæmt 35. gr. b. lögreglulaga, sbr. 28. gr. laga nr. 47/2015,  rannsakar héraðssaksóknari kærur á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Skal beina kæru til héraðssaksóknara og fer hann með rannsókn málsins og ákæruvald vegna ætlaðra brota. Ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa kæru frá, hætta rannsókna eða fella mál niður þar sem það þykir ekki líklegt til sakfellis er unnt að kæra til ríkissaksóknara.

Kæru á hendur starfsmanni héraðssaksóknara fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans skal beina til ríkissaksóknara.


smallheaderimage

Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica