Sakavottorð

Sakavottorð

Ríkissaksóknari heldur sakaskrá fyrir landið allt þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Um sakaskrána gilda reglur nr. 680/2009, sbr. reglur nr. 800/2009 . Í sakaskrána eru færðar tilteknar upplýsingar um sakamála, t.d. dómar, viðurlagaákvarðanir, lögreglustjórasáttir og ákærufrestanir.

Sakavottorð innihalda upplýsingar úr sakaskránni með ákveðnum takmörkunum sem getið er í framangreindum reglum. Óski einstaklingur eftir sakavottorði um sig sjálfan skal hann gera það skriflega í afgreiðslu sýslumanna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er með afgreiðslu að Hlíðasmára 1, Kópavogi. Einungis tilteknir opinberir aðilar geta snúið sér beint til ríkissaksóknara og óskað skriflega eftir sakavottorði um einstaklinga og lögaðila.

 
 

smallheaderimage

Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica