Fréttir

Staða embættis ríkissaksóknara

6/14/09

 

Staða embættisins var fyrrverandi ríkissaksóknara áhyggjuefni. Þannig lýsti Bogi Nilsson vonbrigðum sínu og áhyggjum í bréfi til dómsmálaráðuneytisins árið 2007 yfir því hvernig brugðist hefði verið við fjárlagatillögum embættisins. Þar segir m. a.: Í tillögum embættisins var bent á að þótt ítrasta aðhalds hafi verið gætt við rekstur embættisins hafi fjárhagur þess verið afar slæmur svo ekki sé fastar kveðið að orði og stöðugt barist í bökkum. Bent var á hve mikilvægt sé að treysta sjálfstæði embættisins, sjálfstæði ákæruvaldsins, og að það verði ekki síst gert með því að tryggja fjárhagslega stöðu embættisins. Ekki verður séð að nokkurt tillit hafi verið tekið til þessa í fjárlagafrumvarpinu.“

            Ríkissaksóknari ritaði forsætisráðherra bréf hinn 14. maí sl. þar sem farið var yfir hlutverk embættisins og hugmyndir um uppbyggingu ákæruvaldsins. Bent var á að staða embættis ríkissaksóknara hér á landi væri ólík því sem er á hinum Norðurlöndunum en hér skorti embættið bæði pólitískan og fjárhagslegan styrk til að geta staðið undir nafni. Ríkissaksóknari hefur í kjölfarið átt góðan fund með forsætisráðherra þar sem efni bréfsins var rætt. Bréfið í heild. 

Til baka Senda grein

smallheaderimage

Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica