Um embættið

Niðurstaða úr rannsókn á andláti manns í fangageymslu lögreglu 5. september 2011

2/24/12

Fréttatilkynning  

 

Ríkissaksóknari hefur haft til rannsóknar andláts manns sem lést í fangaklefa Lögreglustjórans á Suðurnesjum að kvöldi 5. september 2011.

Rannsókn ríkissaksóknara, sem framkvæmt var á grundvelli 35. gr. lögreglulaga nr. 70/1996, er lokið. Rannsóknin leiddi í ljós að maðurinn lést vegna heilablæðingar af völdum höfuðhöggs sem hann hlaut skömmu áður en hann var handtekinn. Höfuðhöggið fékk maðurinn þegar hann féll með höfuðið í steypta gangstétt. Hefur ekkert komið fram í rannsókninni sem bendir til annars, en að um óhapp hafi verið að ræða.

Sjúkraflutningamönnum og lögreglu, sem höfðu afskipti af manninum vegna ölvunarástands hans, var ekki kunnugt um að hann hafði skömmu áður fengið höfuðhögg og gátu því ekki brugðist við vegna þess.

 Með vísan til framangreinds hefur ríkissaksóknari ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málinu.

 

Reykjavík 24. febrúar 2012

 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

 

Til baka Senda grein