Um embættið

Rannsókn er lokið á andláti manns á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 28. október 2012

4/29/13

Fréttatilkynning

 

Ríkissaksóknari hefur lokið rannsókn sem fram fór vegna andláts manns í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu að kvöldi 28. október 2012, í kjölfar handtöku hans.

 

Við rannsókn ríkissaksóknara hefur ekkert komið fram sem bendir til að aðgerðir eða athafnir lögreglumanna hafi átt þátt í dauða mannsins. Í krufningarskýrslu Rannsóknarstofu í meinafræði, dags. 9. þ.m., kemur fram að maðurinn hafi verið með alvarlega metýlfenidadeitrun og að sú eitrun hafi að öllum líkindum valdið dauða hans. Ekki hafi verið til staðar nein merki um ofbeldi.

 

Með hliðsjóna af framangreindu og öðrum rannsóknargögnum hefur ríkissaksóknari fellt mál þetta niður með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

 

 

Reykjavík, 29. apríl 2013

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari

Til baka Senda grein