1. Tilkynning eða kæra til lögreglu vegna meints brots

Sá sem telur sig hafa orðið fyrir refsiverðu broti, telur sig hafa orðið vitni að eða hafa upplýsingar um refsiverða háttsemi getur leitað til lögreglu hvar sem er á landinu. Unnt er að koma upplýsingum um ætluð refsiverð brot til lögreglu símleiðis, skriflega (þ. á m. í tölvupósti) eða með því að mæta lögreglustöð.