2. Greining lögreglu

Berist lögreglu upplýsingar um að mögulega hafi verið framið refsivert brot metur lögregla hvort tilefni sé til að hefja rannsókn sakamáls. Lögregla skal hvenær sem hún telur þörf á hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.