2.1. Frávísun kæru

Þyki lögreglu ekki efni til að hefja rannsókn á grundvelli framkominnar kæru er kærunni vísað frá. Lögreglu ber að tilkynna kæranda um frávísun kærunnar og er unnt að óska eftir rökstuðningi lögreglu fyrir þeirri ákvörðun. Ákvörðun lögreglu um frávísun er unnt að kæra til ríkissaksóknara og er kærufrestur einn mánuður. Ríkissaksóknara ber að taka afstöðu til kærunnar innan þriggja mánaða frá því að hún berst embættinu.