Fyrirmæli

Krafa um gæsluvarðhald

RS: 1/2018

  • Útgáfudagur:
    25. maí 2018
  • Gildistaka:
    25. maí 2018
  • RS: 1/2018

Ríkissaksóknari telur afar brýnt að tryggja þá framkvæmd að krafa um gæsluvarðhald, þ.m.t. krafa um framlengingu gæsluvarðhalds, berist héraðsdómara með það löngum fyrirvara að dómari hafi hæfilegan tíma til að fara yfir kröfuna og gögn sem henni fylgja og geti kveðið upp úrskurð áður en fyrra gæsluvarðhald rennur sitt skeið á enda.

Til að tryggja þessa framkvæmd beinir ríkissaksóknari hér með þeim fyrirmælum til allra ákærenda að krafa um framlengingu gæsluvarðhalds sé að öllu jöfnu send héraðsdómara og verjanda sólarhring áður en fyrra gæsluvarðhald rennur út. Jafnframt verði fangelsisyfirvöldum tilkynnt um fyrirhugaða gæsluvarðhaldskröfu á netfangið gaeslahh@fangelsi.is.

Ef svo vill til að krafa er sett fram með svo skömmum fyrirvara að fyrra gæsluvarðhald rennur út áður en dómara gefst ráðrúm til að kveða upp nýjan úrskurð skal sakborningur handtekinn á meðan beðið er uppkvaðningar úrskurðar á staðnum (í héraðsdómi), ef bið er stutt, eða færður í fangaklefa á lögreglustöð til vistunar ef um lengri tíma er að ræða. Tilkynna skal ríkissaksóknara þegar í stað um tilvik sem þessi og senda gögn og skýringar með tilkynningunni á netfangið saksoknari@saksoknari.is.

 

Sigríður J. Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari

Tengd skjöl