Fyrirmæli

Samkomulag um samskipti ákæruvalds og héraðsdómstóla

RS: 1/2017

  • Útgáfudagur:
    4. janúar 2017
  • Gildistaka:
    4. janúar 2017
  • RS: 1/2017

Með bréfi ríkissaksóknara dags. 22. maí 2015 var óskað eftir fundi með fulltrúum Hæstaréttar, dómarafélags Íslands og dómstólaráðs til að hefja umræðu um gæðasamstarf ákæruvalds og dómstóla. Fundurinn var haldinn 21. september 2015. Á dagskrá fundarins var m.a endurskoðun á samkomulagi um samskipti ákæruvalds og héraðsdómstóla frá því í nóvember 1999, með breytingum í mars 2000. Í kjölfarið voru haldnir 7 fundir um gæðasamstarfs ákæruvalds og dómstóla, sá síðasti 12. desember 2016. Á þeim fundi undirrituðu ríkissaksóknari og formaður dómstólaráðs nýtt/endurskoðað samkomulag um samskipti ákæruvalds og héraðsdómstóla.

Dómstólaráð hefur birt samkomulagið á vefsíðu sinni sem tilkynningu nr. 1/2017.

Hér með eru ákvæði nefnds samkomulags, að því leyti sem þau snúa að ákæruvaldinu, gerð að fyrirmælum ríkissaksóknara til þeirra sem fara með ákærumál fyrir héraðsdómstólunum.

Samkomulagið er fylgiskjal með þessum fyrirmælum.

 

Sigríður J. Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari

Tengd skjöl