Fyrirmæli

Tilkynning til brotaþola og réttargæslumanna

RS: 3/2009

 • Útgáfudagur:
  16. mars 2009
 • Gildistaka:
  16. mars 2009
 • RS:3/2009
  Kemur í stað RS:2/2000

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 ber ákæruvaldinu að sjá um að brotaþolum sé tilkynnt um stöðu og afgreiðslu máls eins og hér segir:

 1. Að kæru hafi verið vísað frá eða rannsókn máls hætt, sbr. 4. mgr. 52. gr. sml.
  2. mgr. 40. gr. og 5. mgr. 52. gr. sml.
 2. Að mál hafi verið fellt niður vegna sönnunarskorts, sbr. 145. gr. sml.
  2. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 147. gr. sml.
 3. Að fallið hafi verið frá saksókn í máli, sbr. 146. gr. sml.
  2. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 147. gr. sml.
 4. Að ákæra hafi verið gefin út í máli. Tilkynna skal þegar ákæra hefur verið birtnema brotaþoli hafi áður fengið vitneskju um hana.
  3. mgr. 40. gr. sml.
 5. Niðurstöðu dóms, eða afdrif máls að öðru leyti, enda hafi hagsmuna brotaþola ekki verið gætt fyrir dómi.
  3. mgr. 40. gr.sml.

Tilkynningar þessar skulu vera skriflegar. Tilkynning um að ákæra hafi verið gefin út skal geyma stutta lýsingu á efni ákæru. Tilkynningu um niðurstöðu dóms fylgi ljósrit/endurrit af dómsorði.

Hlutverk réttargæslumanns er að gæta hagsmuna brotaþola og veita honum aðstoð í málinu, sbr. 45. gr. sml. Til þessað rækja þetta hlutverk er mikilvægt fyrir réttargæslumann að fá sem gleggstar upplýsingar frá ákæruvaldinu um stöðu máls og afgreiðslu. Þess vegna er hér með mælt fyrir um, enda ekki fyrirskipað berum orðum í sml., að tilkynna skal réttargæslumanni, hafihann verið tilnefndur eða skipaður, sbr. 41. gr. og 42. gr. sml., eða lögmanni brotaþola, sbr. 43. gr. sml., um stöðu máls eða afgreiðslu þess jafnframt brotaþola sjálfum.

Valtýr Sigurðsson

Tengd skjöl