Um embættið

Álitsgerðir ráðgjafaráðs evrópskra saksóknara (CCPE)

3/25/20

Ráðgjafaráð evrópskra saksóknara, e. Consultative Council of European Prosecutors (CCPE), er ráð háttsettra saksóknara á vegum Evrópuráðsins sem hefur það hlutverk að efla virka framkvæmd á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna nr. (2000)19 Um hlutverk ákæruvaldsins í réttarvörslukerfinu.

CCPE hefur frá árinu 2007 samið árlega álitsgerðir (e. opinions) um hin ýmsu málefni ákæruvaldsins sem beint er til ráðherranefndar Evrópuráðsins. Vararíkissaksóknari á sæti í CCPE fyrir hönd ákæruvaldsins á Íslandi og sækir árlega fundi ráðsins.

Nú liggja fyrir 14 álitsgerðir CCPE og hafa eftirtalin þemu verið til umfjöllunar, í þessari röð eftir númerum, sú fyrsta er frá árinu 2007:

1. Leiðir til að bæta alþjóðlega samvinnu við meðferð sakamála (2007)

2. Aðrar leiðir við meðferð sakamála en saksókn (2008)

3. Hlutverk ákæruvaldsins utan sviðs refsiréttar (2008)

4. Samband dómara og saksóknara í lýðræðissamfélagi (2009)

5. Saksókn og sakamál ungmenna (2010)

6. Samband saksóknara og fangelsismálayfirvalda (2011)

7. Fjársýsla ákæruvaldsins (2012)

8. Samskipti ákæruvalds og fjölmiðla (2013)

9. Evrópsk viðmið og meginreglur varðandi opinbera saksóknara (2014)

10. Hlutverk saksóknara við rannsókn sakamála (2015)

11. Gæði og skilvirkni starfs saksóknara meðal annars í tengslum við baráttu gegn hryðjuverkum og
alvarlegri skipulagðri brotastarfsemi (2016)

12. Hlutverk saksóknara í tengslum við réttindi brotaþola og vitna við meðferð sakamála (2017)

13. Sjálfstæði, ábyrgð og siðareglur saksóknara (2018)

14. Hlutverk saksóknara í baráttu gegn spillingu og tengdra efnahags- og fjármunabrota (2019)

Ríkissaksóknari hefur nú látið þýða yfir á íslensku álitsgerðir nr. 1 – 12 og eru þær aðgengilegar á íslensku og ensku auk nokkurra annarra tungumála á heimasíðu CCPE hjá Evrópuráðinu. Íslenskri þýðingu á álitsgerðum nr. 13 og 14 er að vænta innan skamms og verður þeim bætt við á heimasíðu CCPE þegar þær liggja fyrir. 

Til baka Senda grein