Um embættið

Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna 2019

9/6/19

Árlegur fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna var haldinn í Helsinki 27.-29. ágúst sl. Á fundinum var að venju fjallað um þau álitaefni sem efst eru á baugi hverju sinni á Norðurlöndunum og varðar refsirétt og meðferð sakamála. Fjallað var m.a. um meðferð skattamála í ljósi nýlegra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu er varða þá reglu sem nefnd hefur verið ne bis in idem, en sú regla mælir fyrir um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi eða tvöfaldri refsingu, ný nauðgunarákvæði í sænsku og íslensku hegningarlögunum sem leggja samþykki til grundvallar við mat á refsinæmi og þau atriði sem líta ber til þegar lagt er mat á gæði rannsókna lögreglu og ákærumeðferðar sakamála. Dagskrá fundarins (á sænsku) má finna hér . Meðfylgjandi er mynd af þátttakendum fundarins. Fremst fyrir miðju er Tor-Aksel Busch ríkissaksóknari Noregs. Vinstra megin við hann er Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Íslands og hægra megin Raija Toiviainen, ríkissaksóknari Finnlands. Við hlið hennar stendur Petra Lundh ríkissaksóknari Svíþjóðar. Jan Reckendorff er ríkissaksóknari Danmerkur en hann þurfti að hverfa af fundinum áður en myndin var tekin.

Nordiskt-riksaklagarmote-28.819_1_1567786527587

Til baka Senda grein