Um embættið

Heimsókn starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands

10/22/21

Síðastliðinn mánudag kom 6 manna hópur starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands, þ.m.t. ríkissaksóknarinn Andres Parmas, í þriggja daga námsferð til Íslands til að fræðast um ýmis málefni opinberrar stjórnsýslu hér á landi. Má þar nefna skipulag og verkefni ríkissaksóknara og annarra réttarvörsluaðila, gagnavörslu, menntun og þjálfun starfsmanna og fjármögnun stofnana.

Námsferðin var farin í kjölfar þess að embætti ríkissaksóknara Eistlands hafði hlotið styrk vegna verkefnisins frá „The Nordic-Baltic Mobility Programme for Public Administration“.

Námsferðin hófst með sameiginlegum fundi ríkissaksóknara og héraðssaksóknara með starfsmönnum ríkissaksóknara Eistlands. Hópurinn heimsótti einnig dómstólasýsluna, dómsmálaráðuneytið, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Barnahús.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessu tilefni.

Skrifstofa-SJF

SJF-erindi

OThH-erindi

Til baka Senda grein