Um embættið

Námskeið ríkissaksóknara fyrir ákærendur

8/27/20

Dagana 24.-26. ágúst fór fram fyrri hluti grunnnámskeiðs ríkissaksóknara fyrir ákærendur en á námskeiðinu er farið yfir alla helstu þætti í refsirétti og réttarfari sem varða störf ákærenda.

Er þetta í þriðja sinn sem grunnnámskeiðið er haldið en árið 2018 var námskeiðið fyrst í boði og var það haldið tvisvar það ár.

Námskeiðinu er ætlað að vera undirbúningur fyrir störf ákærenda hjá ákæruvaldinu og er til þess ætlast að allir ákærendur sem starfa hjá ákæruvaldinu hafi sótt grunnnámskeiðið. Á árinu 2018, fyrsta árið sem það var haldið, sóttu því um 90% allra starfandi ákærenda námskeiðið.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á námskeiðinu.

Mynd-1

IMG_8569

Til baka Senda grein