Um embættið

Námstefna um peningaþvætti og endurheimt ólögmæts ávinnings

5/21/19

Föstudaginn 17. maí stóð ríkissaksóknari fyrir eins dags námstefnu um peningaþvætti og endurheimt ólögmæts ávinnings.

Fjallað var um alþjóðlega samninga og skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld eru aðilar að og hafa lagt þá skyldu á hendur þeim að haga löggjöf með þeim hætti að unnt sé að sporna við peningaþvætti, með því m.a. að setja í refsilöggjöf ákvæði sem kveður á um refsingu fyrir slíka háttsemi.

Einnig var fjallað um upptöku ólögmæts hagnaðar/ávinnings af afbrotum og um tryggingaráðstafanir sem beita má í þeim tilgangi að ávinningur afbrots eða jafnvirði hans verði til staðar við málsmeðferð þannig að unnt verði að lokum að gera þann ávinning upptækan með dómi.

Að lokum var erindi um ráðstafanir og fræðslu fyrir lögmenn til þess að verjast því að þeir í störfum sínum verði dregnir inn í skipulag sem miðar að því að þvætta eða koma undan afrakstri afbrota.

Námstefnan var hluti af skipulagðri endurmenntun ríkissaksóknara fyrir ákærendur.

Meðfylgjandi mynd var tekin á námstefnunni. Á myndinni má sjá Katherine Nichols, lögmann hjá Juris lögmannsstofu og Jón H.B. Snorrason, saksóknara. Katherine fjallaði um aðgerðir ýmissa starfsstétta til þess að varna því að starfsemi þeirra sé nýtt til eða gera peningaþvætti mögulegt, þá fjallaði Jón um endurheimt ólögmæts ávinnings.

Radstefna-peningathvaetti


Til baka Senda grein