Um embættið

Fréttatilkynning vegna aukinna heimilda lögreglustjóra til að ljúka málum með sátt

4/1/09

 

Embætti ríkissaksóknara hefur nýlega gefið út nýja skrá  um brot sem heimilt er að ljúka með lögreglustjórasáttum. Jafnframt hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið gefið út nýja reglugerð um lögreglustjórasáttir sem kemur í stað eldri reglugerðar frá árinu 1998. Þá hefur samgönguráðuneytið einnig breytt reglugerð um sektir og önnur viðurlög við umferðarlagabrotum þar sem viðurlög við ölvunarakstri í efri mörkum sem og ávana- og fíkniefnaakstri eru nú ákveðin í reglugerð líkt og gildir um önnur brot af þessum toga.

            Með breytingunum verður með hraðari og einfaldari hætti unnt að ljúka fleiri málum með sátt hjá lögreglustjórum í stað þess að vísa málum til dómstóla. Lyktir máls með lögreglustjórasátt er háð samþykki sakbornings en alla jafna er þar um að ræða einföld mál sem teljast að fullu upplýst. Með breytingunum mun m. a. verða unnt að ljúka máli með lögreglustjórasátt ef ökumaður ekur endurtekið eða verulega undir áhrifum áfengis eða undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

            Embætti ríkissaksóknara fagnar þessum breytingum og væntir þess að þær skili tilætluðum árangri.

 

Til baka Senda grein