Um embættið

"Hafskipsmálið"

6/14/09

 

Í lok febrúar sl. var niðurstaða ríkissaksóknara frá 29. janúar sl. í svokölluðu „Hafskipsmáli“ kærð til dómsmálaráðuneytisins. Í kærunni var farið fram á að ákvörðun ríkissaksóknara yrði breytt og að dómsmálaráðuneytið setti sérstakan saksóknara til að annast opinbera rannsókn málsins. Til vara var þess krafist að settur yrði löghæfur maður til að gegna stöðu ríkissaksóknara í málinu vegna vanhæfis hans.

            Dómsmálaráðuneytið hefur nú úrskurðað í málinu og vísað kærunni frá.  Í úrskurðinum er bent á að ríkissaksóknari hafi tekið málið til rannsóknar og sé henni lokið að hans mati. Það sé ekki á valdi ráðuneytisins að endurskoða slíkar ákvarðanir ríkissaksóknara. Þá hafi dómsmálaráðherra ekki eftirlit með hæfi ríkissaksóknara við meðferð mála. Niðurstaðan var því sú að kærunni var vísað frá ráðuneytinu.

Smelltu hér til að skoða úrskurð ráðherra.

Til baka Senda grein