Um embættið

Fréttatilkynning vegna Hafskipsmáls

2/17/09

Með bréfi, dagsettu 8. október 2008 féllst ríkissaksóknari á að taka rannsóknarbeiðnina í svonefndu Hafskipsmáli til meðferðar. Í niðurlagi bréfsins kom fram að hann myndi fela lögreglustjóra að annast rannsóknina eftir nánari fyrirmælum sínum á grundvelli 5. mgr. 27. gr. laga nr. 19/1991 laga um meðferð opinberra mála og að skila ríkissaksóknara greinargerð að rannsókn lokinni.

Ríkissaksóknari hefur nú lokið við að fara yfir rannsóknarbeiðnina og er niðurstaðan sú að frekari rannsóknar gerist ekki þörf. Samkvæmt því lauk ríkissaksóknari málinu með bréfi  29. janúar 2009.

Kærendur óskuðu, með bréfi 30. janúar 2009, eftir að tekin yrði ný ákvörðun ríkissaksóknara um að hafna beiðni um opinbera rannsókn á grundvelli rannsóknarbeiðninnar. Með bréfi 4. febrúar 2009 hafnaði  ríkissaksóknari kröfu kærenda.

Til baka Senda grein