Um embættið

Kynferðisbrot stór þáttur í málafjölda hjá embætti ríkissaksóknara

9/17/09

Eitt megin hlutverk embættis ríkissaksóknara er að taka ákvörðun um saksókn og annast flutning í öllum meiriháttar sakamálum á landinu öllu. Embættið rannsakar einnig kærur á hendur lögreglu, heldur sakaskrá, fer með eftirlit- og samræmingarhlutverk gagnvart öðrum ákærendum, flytur öll mál fyrir Hæstarétti auk margra annarra verkefna. Saksókn efnahagsbrota er hins vegar í höndum ríkislögreglustjóra og saksókn vegna mála í tengslum við hrun bankanna er hjá embætti sérstaks saksóknara.
Hjá ríkissaksóknara starfa 14 manns í 13 og hálfu stöðugildi sem er nánast óbreyttur fjöldi undanfarin 10 ár. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað gríðarlega eins og sjá má af meðfylgjandi töflu yfir þau helstu:

  2005  2006   2007  2008
Kærðar ákvarðanir lögreglustjóra   85  97  81  173
 Innkomin mál  243  392  432  486
 Þar af kynferðisbrot  (142)  (186)  (211)  (202)
 Áfrýjuð mál  92  97  92  116


Samkvæmt þessu tvöfaldast fjöldi kærumála frá 2007 en þar er átt við beiðni um endurskoðun á ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn á kærum einstaklinga og fyrirtækja. Fjöldi innkominna mála, sem ríkissaksóknari fer með ákæruvald í, hefur sömuleiðis tvöfaldast frá 2005.
Kynferðisbrot eru nánast helmingur innkominna mál en hæst var a hlutfallið árið 2005 eða 58,4% Þessi brot eru meðal alvarlegustu brota sem framin eru en jafnframt þau brot sem einna erfiðast er að færa sönnur á.
Flest verkefna ríkissaksóknara eru unnin innan ákveðins tímaramma, ýmist samkvæmt lögum eða fyrirmælum. Þannig gilda málshraðareglur ríkissaksóknara um forgang tiltekinna mála, þ. m.t. nauðgunarmál. (sjá RS: 5/2009 sjá saksóknari.is). Ný lög um meðferð sakamála nr. 88/2008 hefur einnig sett mikla aukinn þrýsting á ákærendur en þar var m. a. sú breyting gerð að ekki er unnt að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds eftir að kærði hefur sætt því í 12 vikur án þess að ákæra sé gefin út. Undanfarið hefur mjög reynt á þetta þar sem mörg umfangsmikil mál hafa borist með skömmum fyrirvara. Verkefni eru því ærin hjá embætti ríkissaksóknara.
Valtýr Sigurðsson

Til baka Senda grein