Um embættið

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sex karlmönnum

12/30/09

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og einum Íslendingi, fyrir mansal, gagnvart 19 ára stúlku. Er brot ákærðu aðallega heimfært til 1. tl. 1. mgr. 227. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 40/2003, en til vara við sama ákvæði, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga.


Hefur ríkissaksóknari óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðahaldi Lithánna.  


Ekki er unnt að greina nánar frá innihaldi ákærunnar að svo stöddu þar sem ákærðu hefur ekki verið birt ákæran.


Til baka Senda grein