Um embættið

Könnun ríkissaksóknara á andláti tveggja manna

á athafnasvæði Daníelsslipps 1. mars 1985.

1/6/10

Með bréfi, dagsettu 4. desember 2009, tilkynnti ríkissaksóknari að hann hefði lokið athugun sinni á því hvort opinber rannsókn skyldi fara fram á ofangreindu máli en fram hafði komið beiðni um það frá aðstandendum mannanna. Niðurstaða ríkissaksóknara var sú að ekki væri rétt að mæla fyrir um slíka rannsókn þar sem hún myndi engu breyta um það álit tveggja sérfræðing,a þ. e. Dr. Þorkels Jóhannessonar frá 1985 og Þóru Steffensen, réttarmeinafræðings frá 16. nóvember sl. um að mennirnir hefðu látist úr koloxíðeitrun. Við athugun Þóru Steffensen kom fram að ekkert benti til annars en að um sjálfsvíg hafi verið að ræða en hún hafði öll gögn málsins undir höndum. Í grein í Mbl. 6. janúar sl. kom fram hörð gagnrýni á ríkissaksóknara vegna afgreiðslu málsins. Af því tilefni þykir rétt að bréf ríkissaksóknara birtist í heild sinni. Lesa nánar....

Til baka Senda grein