Um embættið

Fréttatilkynning 25. janúar 2010.

1/25/10

Með ákæru, dagsettri 30. desember sl., ákvað ríkissaksóknari að höfða sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur níu nafngreindum mönnum fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot, með því að hafa þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, ruðst í heimildarleysi inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. Málið var þingfest 21. þ. m. en frestað til 9. febrúar nk. þar sem ákærðu óskuðu eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar.

Með bréfi, dagsettu 22. þ. m., til Héraðsdóms Reykjavíkur var ákæra í málinu afturkölluð þar sem í ljós kom að meðal brotaþola er þingvörður sem er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara en hún er með einkaréttarkröfu í málinu. Ríkissaksóknari telur sig því vanhæfan til frekari meðferðar málsins og því rétt að hann víki sæti í því, sbr. 26. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Er því ákæran afturkölluð sbr. b. lið 1. mgr. 170. gr. sömu laga.

Með bréfi sama dag til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis var þess óskað að settur yrði annar löghæfur maður til að fara til að fara með málið vegna vanhæfis ríkissaksóknara, sbr. 26. gr. laga nr. 88/2008.

Valtýr Sigurðsson

Til baka Senda grein