Um embættið

Starfsmannabreytingar við embættið

10/14/10

Þar sem Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari, hefur verið kosin  saksóknari Alþingis, til þess að sækja mál fyrir landsdómi, hefur henni verið veitt leyfi frá störfum á meðan, eða  frá  og með 13. október 2010.

Jafnframt hefur Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari, verið settur vararíkissaksóknari, frá og með 14. október 2010 til og með 13. október 2011, þó aldrei lengur en á meðan leyfi skipaðs vararíkissaksóknara stendur. 

Þá hefur Kolbrún Benediktsdóttir, verið settur saksóknari í stað Sigríðar Elsu sama tímabil.

Til baka Senda grein