Um embættið

Alls sóttu 254 manns um skrifstofustarf hjá embætti ríkissaksóknara.

11/4/10

Unnt er að fullyrða að starfsmannavelta sé ekki mikil á skrifstofu embættis ríkissaksóknara. Þannig er meðal starfaldur þeirra fimm sem þar starfa tæp 20 ár. Nýlega var auglýst laust starf á skrifstofu embættisins og sóttu 254 manns um það. Það er ánægjulegt að það skuli vera eftirsóknarvert að starfa hjá embættinu. Hin hliðin málsins er að þessi mikli fjöldi umsækjenda endurspeglar e. t. v. hið erfiða ástand sem nú ríkir á vinnumarkaðinum. Það er miður ef svo er.

Til baka Senda grein