Um embættið

Gísli Guðni Hall hrl. hefur fyrir hönd Hannesar Þórs Smárasonar, Luxemborg, lagt fram kæru á hendur ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna ætlaðra brota í opinberu starfi.

1/5/11

Gísli Guðni Hall hrl. hefur fyrir hönd Hannesar Þórs Smárasonar, Luxemborg, lagt fram kæru á hendur ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna ætlaðra brota í opinberu starfi. Í kjölfarið óskaði ríkissaksóknari eftir því með bréfi til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, að settur yrði annar löghæfur maður til að gegna hlutverki ríkissaksóknara í málinu. Tilkynnt hefur verið að Guðjón Ólafur Jónsson hrl. hafi verið settur ríkissaksóknari til að gegna því.

Sjá nánar: Bréf ríkissaksóknara til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, dagsett  8. nóvember 2010. 

Til baka Senda grein