Um embættið

Andlát manns á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 28. október 2012

11/12/12

 

Fréttatilkynning  

Rannsókn ríkissaksóknara á andláti manns sem lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu að kvöldi 28. október sl. er á lokastigi. Fram að þessu hefur ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til refsiverðar háttsemi af hálfu þeirra lögreglumanna sem afskipti höfðu af manninum. Hlé verður á rannsókninni þar til niðurstaða réttarlæknis liggur fyrir um dánarorsök.

 

Reykjavík 12. nóvember 2012

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari

Til baka Senda grein