Um embættið

Staða máls vegna handtöku lögreglu á konu á Laugarvegi í júlí 2013

8/30/13

FRÉTTATILKYNNING

 

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás í tengslum við handtöku konu á Laugavegi í júlí sl. Ekki er unnt að greina nánar frá innihaldi ákærunnar að svo stöddu þar sem ákærða hefur ekki verið birt ákæran.

 

30. ágúst 2013

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari

Til baka Senda grein