Um embættið

Rannsókn á meintum brotum lögreglumanns

4/28/14

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um mál sem varðar m.a. ætluð brot lögreglumanns staðfestir ríkissaksóknari að embættið hefur til rannsóknar, á grundvelli 1. mgr. 35. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, ætluð brot lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglu (LÖKE). Rannsóknin lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um brot í opinberu starfi.  Tveir aðrir menn hafa réttarstöðu sakborninga við rannsóknina.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar ríkissaksóknara við rannsókn málsins, sbr. 3. mgr. 35. gr. lögreglulaga.


Reykjavík, 28. apríl 2014

Sigríður J. Friðjónsdóttir

ríkissaksóknari

Til baka Senda grein