Um embættið

Kaup á vændi

11/4/14

Ríkissaksóknara bárust í lok júlí 64 mál frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum er varða meint brot gegn 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því ákvæði varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári að greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi. Málin hafa hlotið afgreiðslu og hefur ríkissaksóknari ákært 40 einstaklinga fyrir meint brot gegn 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga. Ákærurnar voru gefnar út 3. október sl. og eru málin nú til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Til baka Senda grein