Um embættið

Fræðslumyndir fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi

1/19/15

Í tveimur nýjum fræðslumyndum sem unnar voru á vegum Vitundarvakningar um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum er útskýrt á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt hvernig slík brot eru tilkynnt og hvað taki við eftir að brot hefur verið tilkynnt. Talað er beint til þolandans í myndunum og þar má sjá lögreglumann, saksóknara, dómara, og sérfræðinga frá Barnahúsi og Neyðarmóttöku fara yfir það hvert ferlið er eftir að mál er tekið til rannsóknar af lögreglu. Fræðslumyndirnar eru hugsaðar fyrir sitt hvorn aldurshópinn og bera þær titilinn „Leiðin áfram“. Önnur myndin er sniðin að þolendum á aldrinum 14 ára og yngri en hin að þolendum sem eru 15 ára og eldri. Þar má finna gagnlegar upplýsingar um það hvers sé að vænta þegar mál kemur til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um ofbeldi gegn barni. Veitt eru svör við spurningum á borð við þær hvernig tekið verði á málinu hjá yfirvöldum og hvað barnið sjálft þurfi að gera. Lögð er áhersla á að með því að segja frá sé hægt að hjálpa barni og koma í veg fyrir að brot endurtaki sig.

Hér er hægt að horfa á fræðslumyndirnar 

https://www.youtube.com/watch?v=UtK1Qozd2tc#action=share

https://www.youtube.com/watch?v=YYEPJQ8h0lE#t=17

Til baka Senda grein