Um embættið

Ríkissaksóknari áfrýjar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í kynferðisbrotamáli sem var kveðinn upp 20. nóvember 2015

12/18/15

Ríkissaksóknari hefur í dag ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 20. nóvember sl., í máli nr. S-335/2015, sem varðar meðal annars meint kynferðisbrot fimm manna gegn stúlku aðfaranótt sunnudagsins 4. maí 2014 í heimahúsi í Reykjavík. Áfrýjun tekur til allra ákærðu.


Reykjavík, 18. desember 2015

Sigríður J. Friðjónsdóttir

ríkissaksóknari

Til baka Senda grein