Um embættið

Námskeið fyrir ákærendur um hatursglæpi

12/19/17

Þann 23. nóvember sl. var haldið námskeið ríkissaksóknara um hatursglæpi fyrir ákærendur í húsnæði ríkissaksóknara. Á námskeiðinu var fjallað um hugtakið hatursglæpur, alþjóðlega og innlenda lagaframkvæmd tengda hatursglæpum, hvernig á að bera kennsl á hatursglæpamál og hindranir við saksókn hatursglæpa. Þátttakendur fengu raunhæf verkefni til að leysa úr. Námskeiðið var vel sótt af ákærendum og sköpuðust áhugaverðar og líflegar umræður á námskeiðinu. Kennarar á námskeiðinu voru Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara og Guðmundur Þórir Steinþórsson, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 

Til baka Senda grein