Um embættið

Ný sektarfyrirmæli vegna COVID-19

8/17/20

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný/uppfærð fyrirmæli nr. 7/2020 um brot gegn sóttvarnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, vegna heimsfaraldurs COVID-19, þar sem uppfærðar eru tilvísanir til nýrra ákvarðana heilbrigðisráðherra þar að lútandi.

Í þessum fyrirmælum, sem leysa af hólmi fyrirmæli ríkissaksóknara nr. RS: 4/2020, bætast við sektarheimildir vegna brota sem tengjast 2ja metra reglunni og reglum um grímunotkun.

Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 7/2020 má nálgast hér .

Til baka Senda grein