Um embættið

Sáttamiðlun - uppbyggileg réttvísi

3/8/21

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný fyrirmæli um sáttamiðlun. Með nýjum fyrirmælum eru heimildir til sáttamiðlunar verulega auknar.

Uppbyggileg réttvísi (e. restorative justice) er heiti hugmyndafræði sem felur í sér að leitast er við að ná sáttum á milli brotamanns og brotaþola í kjölfar afbrots. Sátta­miðlun (e. mediation, d. mægling) er sú aðferð sem oftast er beitt við þetta. Í sátta­miðlun felst að brotamaður og brotaþoli eru leiddir saman í því skyni að koma hinum brot­lega í skilning um þau rangindi sem hann hefur viðhaft og fá hann til að frið­mælast við brotaþola með það fyrir augum að þeir komist að samkomulagi um mála­lok.

Ríkissaksóknari væntir þess að með tilkomu nýrra fyrirmæla verði úrræðinu beitt í mun fleiri málum en verið hefur fram að þessu.

Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 2/2021 má nálgast hér.

Til baka Senda grein