3. Rannsókn sakamáls

Telji lögregla tilefni til að hefja rannsókn sakamáls á grundvelli framkominna upplýsinga hefst rannsókn málsins. Við rannsókn sakamáls fara að jafnaði fram skýrslutökur af sakborningi og vitnum, þ. á m. brotaþola, auk öflunar annarra nauðsynlegra sönnunargagna. Við rannsóknina ber lögreglu að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar.