Fréttir
Opnunartími um jól og áramót
Skrifstofa ríkissaksóknara og sakaskrá ríkisins verður lokuð á tímabilinu 23. desember til og með 27. desember 2021, einnig verður lokað 31. desember 2021.
Heimsókn starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands
Síðastliðinn mánudag kom 6 manna hópur starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands, þ.m.t. ríkissaksóknarinn Andres Parmas, í þriggja daga námsferð til Íslands til að fræðast um ýmis málefni opinberrar stjórnsýslu hér á landi. Má þar nefna skipulag og verkefni ríkissaksóknara og annarra réttarvörsluaðila, gagnavörslu, menntun og þjálfun starfsmanna og fjármögnun stofnana.