Ríkissaksóknari

Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann fer með yfirstjórn rannsókna sakamála á landsvísu og sinnir samræmingar- og eftirlitshlutverki um framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara.

Brotaþolar

Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Vitni

Upplýsingar fyrir vitni

Sakborningar

Upplýsingar fyrir sakborningaFréttir

Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu - 6.12.2019

Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 5.-6. desember 2019. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, embætti ríkissaksóknara, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. Ráðstefnan fer á ensku og undir heitinu „Combating Online Child Sexual Abuse“.

Námsferð starfsmanna ríkissaksóknara til Parísar og Strassborgar - 8.10.2019

Starfsmenn ríkissaksóknara fóru í námsferð til Parísar og Strassborgar dagana 16.-18. september en í ferðinni heimsóttu starfsmenn m.a. héraðsdómstólinn í París, funduðu með ríkissaksóknara Frakklands og hlýddu á málflutning í Mannréttindadómstól Evrópu.

Fréttayfirlit