Fréttir
Uppfærð sektarfyrirmæli vegna Covid-19
Ríkissaksóknari hefur gefið út ný/uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, sbr. lög nr. 2/2021, vegna heimsfaraldurs COVID-19, þar sem uppfærðar eru tilvísanir til nýrra ákvarðana heilbrigðisráðherra þar að lútandi. Um er að ræða reglugerðir nr. 161/2021 og 190/2021. Fyrirmælin taka gildi á morgun.
Lokun um jól og áramót
Skrifstofa ríkissaksóknara og sakaskrá ríkisins verður lokuð á tímabilinu 24. desember til og með 1. janúar 2021.