Ríkissaksóknari

Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann fer með yfirstjórn rannsókna sakamála á landsvísu og sinnir samræmingar- og eftirlitshlutverki um framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara.

Brotaþolar

Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Vitni

Upplýsingar fyrir vitni

Sakborningar

Upplýsingar fyrir sakborningaFréttir

Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna COVID-19 - 27.3.2020

Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir í samræmi við sóttvarnalög nr. 19/1997, sem eru viðbrögð við COVID-19 heimsfaraldrinum, hefur ríkissaksóknari nú sent öllum lögreglustjórum á landinu fyrirmæli vegna brota á reglum heilbrigðisráðherra sem fjalla um samkomubann, lokun samkomustaða og starfsemi, sem og um einangrun smitaðra og um sóttkví.

Álitsgerðir ráðgjafaráðs evrópskra saksóknara (CCPE) - 25.3.2020

Ráðgjafaráð evrópskra saksóknara, e. Consultative Council of European Prosecutors (CCPE), er ráð háttsettra saksóknara á vegum Evrópuráðsins sem hefur það hlutverk að efla virka framkvæmd á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna nr. (2000)19 Um hlutverk ákæruvaldsins í réttarvörslukerfinu.

Fréttayfirlit