Ríkissaksóknari

Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann fer með yfirstjórn rannsókna sakamála á landsvísu og sinnir samræmingar- og eftirlitshlutverki um framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara.

Brotaþolar

Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Vitni

Upplýsingar fyrir vitni

Sakborningar

Upplýsingar fyrir sakborningaFréttir

Skýrsla starfshóps ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrota - 27.9.2022

Hinn 19. janúar 2022 skipaði ríkissaksóknari starfshóp um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Í skipunarbréfi kemur fram að til umræðu hafi verið á vettvangi lögreglustjóra, héraðssaksóknara og ríkissaksóknara að mjög gagnlegt væri að rýna þau kynferðisbrotamál þar sem málsmeðferðartíminn væri langur, skoða hvaða atriði það væru sem helst tefðu meðferð málanna og hvort og þá hvernig unnt væri að breyta og bæta verklag og stytta um leið málsmeðferðartíma. Ríkissaksóknari taldi rétt að taka einungis til skoðunar brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. nauðgunarbrot, en lét starfshópnum eftir að ákveða til hvaða tímabils rýnivinnan tæki.

Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna 2022 - 26.8.2022

Dagana 22.-23. ágúst var árlegur fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna haldinn í Reykjavík. Þessir fundir eru afar gagnlegir en þar er farið yfir helstu lagabreytingar og þau álitaefni sem efst eru á baugi hverju sinni á Norðurlöndunum og varða refsirétt og meðferð sakamála. Á fundinum í ár var m.a. fjallað um sjálfstæði ákæruvaldsins og stöðu brotaþola við meðferð sakamála.

Fréttayfirlit