4.1. Mál fellt niður

Telji ákærandi að lokinni rannsókn sakamáls það sem fram er komið ekki vera nægilegt eða líklegt til sakfellis fellir hann málið niður. Felli ákærandi mál niður ber að tilkynna það þeim sem hagsmuna hafa að gæta og er unnt að óska eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun. Ákvörðunina er unnt að kæra til ríkissaksóknara og er kærufrestur einn mánuður. Ríkissaksóknara ber að taka afstöðu til kærunnar innan þriggja mánaða frá því að hún berst embættinu.