4.2 Lok máls án ákæru

Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum getur ákærandi boðið sakborningi að ljúka máli með sektargerð eða skilorðsbundinni ákærufrestun í stað útgáfu ákæru. Ákæranda er jafnframt heimilt að falla frá saksókn í sérstökum tilvikum.