Fyrirmæli

Brot sem ljúka má með lögreglustjórasekt

RS: 3/2021

 • Útgáfudagur:
  25. mars 2021
 • Gildistaka:
  25. mars 2021
 • RS: 3/2021
  Kemur í stað RS: 6/2020 með fylgiskjali

   Lögreglustjóri hefur almenna heimild til að ljúka máli, sem hann hefur ákæruvald um, með lögreglustjórasekt, það er vettvangssekt skv. 148. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála (sml.), sektarboði skv. 150. gr. og sektargerð skv. 149. gr. sömu laga. Skilyrði er að viðurlög við broti fari ekki fram úr sekt að tiltekinni fjárhæð samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra setur, sviptingu réttinda eða upptöku eigna, enda sé brot tilgreint á skrá, sem ríkissaksóknari gefur út skv. 1. sbr. 3. mgr. 149. gr. sml. Skráin hefur nú verið gefin út og telst hún hluti af leiðbeiningum þessum. Samkvæmt reglugerð nr. 205/2009, um lögreglustjórasektir, sbr. reglugerð nr. 551/2020, er miðað við að fjárhæð sektar fari ekki fram úr 1.000.000 krónum. Nú eru skilyrði uppfyllt til að ljúka máli með lögreglustjórasekt og lyktir máls eiga að færast í sakaskrá samkvæmt reglugerð um sakaskrá ríkisins og skal þá slíku máli lokið með sektargerð en ekki sektarboði.

Ríkissaksóknari áréttar að þrátt fyrir að brot sé ekki að finna á skránni kunni að vera eðlilegt að ljúka því með lögreglustjórasekt enda sé brot smávægilegt. Í slíku tilviki getur viðkomandi lögreglustjóri haft samband við embætti ríkissaksóknara og leitað heimildar til slíkrar lúkningar á málinu.

Áríðandi er að þau mál, sem ekki verður lokið með lögreglustjórasekt þrátt fyrir boð um slík málalok, verði lögð fyrir dómstóla án ástæðulausra tafa.

  

Sigríður J. Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari

 

 

 

Fylgiskjal með RS: 3/2021

Gildir frá 25. mars 2021

 

 

Skrá yfir brot sem heimild samkvæmt 1. sbr. 3 mgr. 149. gr. laga um meðferð sakamála nær til.

 

 

1. Brot gegn almennum hegningarlögum (alm. hgl.).

 

1.1 Auðgunarbrot.

Brot sem tilgreind eru í 1. mgr. 256. gr. alm. hgl.:

Nú hefur eitthvert brot verið framið, sem varðar við 244.–250. gr., 253. eða 254. gr., en einungis er um smáræði að tefla, og má þá, ef sökunautur hefur ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, færa refsingu niður í sektir, eða jafnvel láta hana falla að öllu leyti niður.

Gert er ráð fyrir að heimild til að ljúka auðgunarbroti með lögreglustjórasekt verði aðallega beitt gagnvart búðaþjófnaði, sbr. fyrirmæli RS:5/2017 um afgreiðslu á máli vegna þjófnaðar í verslun, þótt sýnt sé að hin almenna heimild sé rýmri.

Hafi verið brotist inn á heimili fólks og verðmætum stolið eða tilraun gerð til slíks brots er óheimilt að ljúka máli með lögreglustjórasekt.

1.1.1 Verðmæti.

Að jafnaði verður ekki talið að um smáræði sé að tefla ef verðmæti þýfis nemur hærri fjárhæð en kr. 250.000. Hafa verður í huga að málsatvik kunna að vera með þeim hætti að ekki verður talið að um smáræði sé að tefla þótt verðmæti andlags brots sé innan við kr. 250.000. Má þá ekki ljúka máli með lögreglustjórasekt.

1.1.2 Sektarfjárhæðir.

Um búðaþjófnað, svo og önnur auðgunarbrot sem ljúka má með lögreglustjórasekt að teknu tilliti til málsatvika, gilda eftirfarandi leiðbeiningar:

 

Lágmark sektar er kr. 20.000 og hámark sektar kr. 500.000. Sektarfjárhæð skal nema tvöföldu verðmæti hins stolna, þó þannig að alltaf sé námundað að heilum tug (um heilan tug að ræða). Dæmi: ef stolið er verðmæti að fjárhæð kr. 34.000 þá er tvöföldun á þeirri fjárhæð kr. 68.000 og sektarfjárhæð því kr. 70.000.

 

Hafi brotaþoli lagt fram sanngjarna skaðabótakröfu sem sakborningur greiðir ekki verður máli ekki lokið með lögreglustjórasekt.

1.2 Eignaspjöll skv. 1. og 3. mgr. 257. gr. alm. hgl.

Tjón allt að kr. 30.000 leiðir til sektar að fjárhæð kr. 20.000 sem lækka má um helming hafi bætur verið inntar af hendi.

Þegar tjón vegna brots er meira en 30.000 skal sektarfjárhæð nema helmingi tjónsfjárhæðar. Lækka ber sekt um helming hafi bætur verið inntar af hendi.

Eignaspjöllum sem hafa í för með sér tjón allt að kr. 1.000.000 má ljúka með lögreglustjórasekt. Hámark sekta vegna eignaspjalla verður því kr. 500.000 samkvæmt framangreindu.

Hafi brotaþoli lagt fram sanngjarna skaðabótakröfu sem sakborningur greiðir ekki verður máli ekki lokið með lögreglustjórasekt.

1.3 Brot gegn 206. gr. alm. hgl.

1.3.1 Vændiskaup samkvæmt 1. mgr. 206. gr. alm. hgl.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots (eins tilviks). Sekt skal vera kr. 200.000.

1.3.2 Vændi auglýst samkvæmt 7. mgr. 206. gr. alm. hgl.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots (eins tilviks). Sekt skal vera kr. 100.000.

2. Brot á sérrefsilögum.

 

2.1 Brot gegn umferðarlögum og reglum settum samkvæmt heimild í þeim.

 • Sektir og önnur viðurlög vegna brota ákvarðast í samræmi við fyrirmæli og leiðbeiningar sem felast í viðaukum við reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim nr. 1240/2019 með síðari breytingum. 
 • Heimilt er að víkja frá ákvæðum í viðaukum ef veigamikil rök mæla með því.
 • Þegar ákvörðun er tekin um sekt vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum umferðarlaga, eða reglna settra samkvæmt þeim, skal sektin vera samtala sekta vegna hvers brots um sig. Samtala sekta má þó aldrei fara fram úr þeirri hámarksfjárhæð sem ákveðin er í reglugerð um lögreglustjórasektir, nú kr. 1.000.000.
 • Veita ber sakborningi 25% afslátt af sektarfjárhæð sem ákveðin er, ef sakborningur greiðir sektina ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs eða undirritun sektargerðar sem sakborningur hefur gengist skriflega undir.
 • Punktar vegna einstakra brota á ákvæðum umferðarlaga ákvarðast samkvæmt fyrirmælum í reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

2.2 Brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni.

 • Sektarheimild nær til Kannabis (marihuana, hass og hassolíu, kannabisplantna), amfetamíns, LSD (lýsergíð), MDMA og skyldra efna („ecstasy“), kókaíns og efna sem falla undir 3. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíknief.
 • Leiðbeiningar um sektarfjárhæðir:

  

A.

Grunnsekt (lágmarkssekt) kr. 50.000. Beitt einungis við allra smæstu brot:

Einungis skal reikna eina grunnsekt í hverju LÖKE-máli þrátt fyrir að sakborningur hafi í fórum sínum fleiri en eina tegund fíkniefna.

Fyrir fyrsta brot ungmennis má ef brot er mjög smávægilegt ákvarða lægri sekt en að framan greinir.

B.

Kaup efnanna og önnur öflun þeirra til eigin nota:

1. Kannabis

Grunnsekt að viðbættum kr. 4.000 fyrir hvert gramm eða hluta af grammi.

2. Kannabisplöntur

Grunnsekt að viðbættum kr. 50.000 fyrir fyrstu plöntu en kr. 100.000 fyrir hverja plöntu eftir það.

3. LSD

Grunnsekt að viðbættum kr. 10.000 fyrir hvern skammt (þynnu, töflu) eða hluta af skammti.

4. Amfetamín

Grunnsekt að viðbættum kr. 10.000 fyrir hvert gramm eða hluta af grammi.

5. MDMA og skyld efni

Grunnsekt að viðbættum kr. 15.000 fyrir hverja töflu eða hluta af töflu.

6. Kókaín

Grunnsekt að viðbættum kr. 25.000 fyrir hvert gramm eða hluta af því magni.

7. Efni sem falla undir 3. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni

Grunnsekt að viðbættum kr. 10.000 fyrir hverja töflu eða hluta af töflu.

C.

Vörslur:

Fyrir vörslur efnanna skal að jafnaði sekta eins og fyrir kaup, sbr. B. lið. Þegar um nokkurt magn efnanna er að ræða ber að aðgæta hvort ekki sé líklegt að efnið hafi verið ætlað til sölu og rannsaka málið sérstaklega með tilliti til þess. Við ítrekuð brot ætti og að kanna þetta atriði, eftir atvikum án tillits til efnismagns.

D.

Sala og hvers konar önnur afhending efnanna:

Sérhver sala leiði til ákæru.

Hvers konar önnur afhending:

1. Kannabis

Grunnsekt að viðbættum kr. 8.000 fyrir hvert gramm eða hluta af grammi.

Að jafnaði skal sama manni ekki gefinn kostur á að ljúka máli oftar en einu sinni samkvæmt 1. tl.

2. Amfetamín, LSD, kókaín og MDMA og skyld efni og efni sem falla undir 3. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni.

Sérhver afhending efnanna leiðir til ákæru.

2.3 Brot gegn lyfjalögum nr. 100/2020.

1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 33. gr. Miðlun og sala lyfja án þess að vera skráður sem lyfjamiðlari hjá Lyfjastofnun og án þess að vera með lyfsöluleyfi.

1. Stinningarlyf. kr. 500 fyrir hverja töflu.

2.4 Brot gegn áfengislögum nr. 75/1998 og lögreglusamþykktum.

2.4.1 Framleiðsla, innflutningur, sala og veitingar áfengis:

1. og 2. mgr. 4. gr.:

 • Innflutningur, heildsala, smásala, veitingar og framleiðsla áfengis, sem fram fer í atvinnuskyni án leyfis samkvæmt lögunum.
 • Framleiðsla áfengis til einkaneyslu eða sölu og sala áfengis.

 

Grunnsekt skal vera 50.000.

Við ákvörðun sektar umfram grunnsekt skal hafa hliðsjón af lögbundnu áfengisgjaldi, sbr. 2. mgr. 27. gr. áfengislaga, sbr. 3. gr. laga um gjald af áfengi nr. 96/1995, sbr. lög nr. 93/1998. Jafnframt skal áfengi sæta upptöku samkvæmt 1. og 3. mgr. 28. gr. áfengislaga, sem og áhöld og tæki sem í þeirri grein eru talin.

Alvarleg eða ítrekuð brot, sbr. 3. og 4. mgr. 27. gr., sæti ákæru.

Veiting áfengis með öðrum hætti en heimilt er samkvæmt lögunum, sbr. 26. gr.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 50.000 – 1.000.000.

7. gr.:

 • Eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem var ódrykkjarhæft, án leyfis samkvæmt lögunum.

 

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 50.000 – 1.000.000.

2.4.2 Meðferð og neysla áfengis.

1. mgr. 18. gr.:

 • Selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.

 

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 20.000 – 100.000.

1. – 3. mgr. 19. gr.:

 • Önnur ólögmæt afhending, meðferð eða neysla áfengis.

 

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000 – 50.000.

5. mgr. 19. gr.:

 • Láta viðgangast ólöglegan tilbúning áfengis, ólöglega sölu eða geymslu þess í húsum sínum eða á landi sínu.
 • Skip, bátar eða önnur flutningatæki notuð til geymslu, flutnings eða sölu ólöglegs áfengis.
 • Vörslur áfengis sem látið hefur verið af hendi andstætt lögunum.

 

Grunnsekt skal vera kr. 10.000.

Við ákvörðun sektar umfram grunnsekt skal hafa hliðsjón af lögbundnu áfengisgjaldi, sbr. 2. mgr. 27. gr. áfengislaga, sbr. 3. gr. laga um gjald af áfengi, sbr. 2. gr. laga nr. 93/1998.

21. gr.:

 • Valdið óspektum, hættu eða hneyskli á almannafæri, í bifreiðum eða öðrum farartækjum.

 

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000 – 50.000.

 

 • Brot sem eingöngu varða við lögreglusamþykkt

 

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000 – 50.000.

2.5 Brot gegn tollalögum nr. 88/2005.

1. mgr. 170. gr. og 171. gr.

Meginregla

Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af aðflutningsgjaldi hinnar innfluttu vöru, að viðbættum 20% þeirrar fjárhæðar, auk þess sem varan, að andvirði allt að kr. 1.000.000 verði gerð upptæk skv. 1. mgr. 181. gr. tollalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um lögreglustjórasektir.

Ólöglegur innflutningur áfengis og tóbaks

Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af útsöluverði sambærilegs áfengis/tóbaks hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

Um eftirgreindar vörur skal þó miða við tilgreindar fjárhæðir:

         
Áfengi yfir 71% (t.d. spíri) fyrir lítra 9.000 kr.    
Áfengi; 51% - 70% fyrir lítra 8.000 kr.    
Áfengi yfir 31-50% fyrir lítra 6.000 kr.    
Áfengi 22-30% fyrir lítra 5.000 kr.    
Áfengi undir 22% fyrir lítra 3.500 kr.    
Vín, þ.m.t. freyðivín fyrir lítra 2.500 kr.    
Bjór 33 cl. 24 stk. 1 kassi 5.000 kr.    
Bjór 33 cl. 1 stk 200 kr.    
Bjór 50 cl. 24 stk. 1 kassi 6.000 kr.    
Bjór 50 cl. 1 stk 300 kr.    

Vindlingar (200 stk)

Vindlar, smáir (t.d. Bacatello)

1 karton

fyrir 10 stk.

6.500 kr.

500 kr.

   
Vindlar, meðalstórir (t.d. Fauna) fyrir 10 stk. 800 kr.    
Vindlar, stórir (,,Kúbuvindlar") fyrir 25 stk. 8.000 kr.    
Munntóbak („snus") fyrir 50 g 500 kr.    
Neftóbak („snuff ") t.d. mentól fyrir 50 g 950 kr.    
Neftóbak („snuff ") t.d. mentól fyrir 1 g 25 kr.    

Ólöglegur innflutningur matvöru

Við ákvörðun sektar skal hafa til hliðsjónar aðflutningsgjald vöru að viðbættum 20% þeirrar fjárhæðar.

Um eftirgreindar vörur skal þó miða við tilgreindar fjárhæðir:

Fuglakjöt, beinlaust fyrir 1 kg 1.500 kr.    
Fuglakjöt, með beini fyrir 1 kg 700 kr.    
Svínakjöt fyrir 1 kg 1000 kr.    
Svínakjöt; lundir eða reykt fyrir 1 kg 2.000 kr.    
Nautakjöt; lundir fyrir 1 kg 3.000 kr.    
Nautakjöt fyrir 1 kg 1.500 kr.    
Salami pylsa fyrir 1 kg 1.500 kr.    
Skinka fyrir 1 kg 1.500 kr.    
Ostur fyrir 1 kg 1.000 kr.    

Ólöglegur innflutningur fæðubótarefna

Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af söluverði efnis, ef upplýsingar liggja fyrir um það.

Um eftirgreindar vörur skal þó miða við tilgreindar fjárhæðir:

Ripped fuel:

Ripped fuel (60 pillur í glasi) fyrir 1 glas 2.000 kr.
Ripped fuel (120 pillur í glasi) fyrir 1 glas 4.000 kr.
Ripped fuel (200 pillur í glasi) fyrir 1 glas 6.000 kr.

Herbalife:

Við ákvörðun sektar vegna innflutnings eftirgreindra Herbalife vara, sem Lyfjastofnun hefur ekki heimilað innflutning á, skal miða við lágmarksfjárhæð 1.000-4.000 kr. fyrir hver 60 stk. af töflum eða 60 g af dufti:

Töflur

60 stk. 2.000-6.500 kr.
Sleep Now    
N-R-G    
Cell-U-Loss    
Aminogen    
AM Replenishing    
PM Cleansing Formula    
Vita/Mineral/Herbs Formula 2    
Formula 3/Cell-U-Loss    
Original Green    
     

Töflur

60 stk. 2.000-6.500 kr.
Thermojetics Beige    
Thermojetics Formula 2    
Thermojetics Green& Beige    
Mega Ginseng Blend    
Ultimate Prostate Formula    
Woman´s Choice    
Schizandra Plus    

 

Duft

60 g 2.000-6.500 kr.
Thermojetics    
Thermojetics Formula 1    
Thermojetics Lemon    
Thermojetics HRBL Peach    
Performance Protein    

Meginreglan um ákvörðun sektarfjárhæðar með hliðsjón af söluverði skal gilda um eftirgreindar Herbalife vörur, sem Lyfjastofnun hefur hafnað: Herbal Calmative (úði), Raw Guarana (te), Thermojetics Protein Bar (kex).

1. mgr. 172. gr.

Sektir skulu að lágmarki nema tvöföldum en að hámarki tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda, sbr. 1. mgr. 172. gr.

2.6 Brot gegn siglingarlögum nr. 34/1985.

8. gr. Færsla á skipsbókum ekki í samræmi við lög og reglur.

Sekt kr. 50.000 – 100.000.

2.7 Brot gegn lögum nr. 35/2010, um lögskráningu sjómanna.

4. gr. sbr. 5. gr. Lögskráningarskylda skipstjóra varðandi áhöfn skips.

Sekt kr. 25.000 fyrir hvern skipverja sem vanrækt er að skrá í skiprúm eða úr skiprúmi.

2.8 Brot gegn lögum nr. 41/2003 um vakstöð siglinga og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Brot á ákvæðum um tilkynningarskyldu.

Fyrsta brot kr. 25.000 - 60.000 eftir atvikum.

Annað brot kr. 60.000 - 1.000.000 eftir atvikum.

2.9 Brot gegn lögum nr. 47/2003 um eftirlit með skipum.

Fyrri málsliður 1. mgr. 9. gr. Haffærisskírteini eða skoðunarvottorð ekki meðferðis en skip haffært.

Sekt kr. 15.000 - 60.000.

2.10 Brot gegn lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

5. mgr. 8. gr. Atvinnuskírteini til vélstjóra og skipstjórna ekki meðferðis en réttindi eru fyrir hendi eða réttindi útrunnin.

Sekt kr. 15.000 - 50.000.

12. gr. Vanmönnun í áhöfn.

Sekt kr. 50.000 fyrir hvern mann sem vantar.

2.11 Brot gegn vopnalögum nr. 16/1998 og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

1. mgr. 5. gr. Innflutningur skotvopna, skotfæra, sprengiefnis og skotelda án leyfis.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

4. mgr. 5. gr. Innflutningur og framleiðsla óleyfilegra skotvopna.

Sekt kr. 50.000 fyrir hvert vopn.

5. mgr. 5. gr. Innflutningur og framleiðsla eftirlíkinga vopna.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-100.000.

1. mgr. 12. gr. Eign eða notkun skotvopns án skotvopnaleyfis.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

16. gr. Ráðstöfun skotvopns í eigu dánarbús innan 12 mánaða til aðila sem hefur leyfi til að eiga slíkt skotvopn.

Sekt kr. 10.000 fyrir hvert skotvopn sem vanrækt er að ráðstafa.

1. mgr. 20. gr. Skylda til að hafa skotvopnaleyfi meðferðis og sýna það ef lögregla krefst þess (leyfi fyrir hendi).

Sekt kr. 10.000.

2. mgr. 20. gr. Lánsheimild ekki meðferðis.

Sekt kr. 10.000.

1. mgr. 21. gr. Almenn varúðarregla. Bann við vopnaburði á almannafæri. Tilhögun flutnings og burðar skotvopna.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-100.000.

2. mgr. 21. gr. Bann við meðferð skotvopna undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 20.000-1.000.000.

4. mgr. 21. gr. Bann við að hleypa af skoti að nauðsynjalausu yfir veg, úr ökutæki, á almannafæri og annars staðar þar sem hætta getur stafað af.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

5. mgr. 21. gr. Skoti hleypt af á eða yfir landi án leyfis landeiganda eða ábúanda.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-100.000.

23. gr. Vörslur skotvopna og skotfæra.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

1. mgr. 30. gr. Vopnaburður á almannafæri.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

2. mgr. 30. gr. Innflutningur, framleiðsla, eign eða vörslur annarra óleyfilegra vopna en skotvopna.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

32. gr. Sala skotelda til barna.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

33. gr. Skoteldum skotið upp utan leyfilegs tíma.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000

38. gr. Breytingar á skotvopni.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

Að jafnaði skal ákært við aðra ítrekun á framangreindum ákvæðum laganna.

2.12 Brot gegn lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

1. mgr. 6. gr.

Um friðun villtra dýra (og þar af leiðandi bann við veiðum og eggjatöku m.a., sbr. 2. mgr. 1. gr.), nema annað sé tekið fram í lögunum.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

9. gr.

Áskilnaður um eiginleika skotvopna sem nota má við veiðar ekki uppfylltur. Tæki, efni og annað það sem óheimilt er að nota við veiðar.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brots kr. 10.000-1.000.000.

1. mgr. 11. gr.

Veiðar stundaðar án þess að viðkomandi hafi aflað sér veiðikorts.

Sekt kr. 20.000.

Veiðikort ekki meðferðis en viðkomandi hefur fengið það útgefið.

Sekt kr. 10.000.

2.13 Brot gegn lögum nr. 40/2015, um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

Sektir ákvarðist eftir eðli og umfangi brota kr. 10.000-1.000.000.

2.14 Lög um náttúruvernd nr. 60/2013.

1. mgr. 28. gr. Meðferð elds.

1. mgr. 31. gr. Akstur utan vega.

71. gr. Áletranir á náttúrumyndanir.

72. gr. Auglýsingar utan þéttbýlis.

Sektir ákvarðist eftir eðli og umfangi brota kr. 10.000-1.000.000.

2.15 Brot gegn lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

4. mgr. 9. gr., sbr. 68. gr. Óheimil losun úrgangs. Opin brennsla úrgangs.

Sekt ákvarðist eftir eðli og umfangi brots kr. 50.000-1.000.000.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots (eins tilviks). Stórfelld ásetningsbrot sæta ákæru.

2.16 Lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

3. og 4. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 27. gr. Útlendingur vinnur án atvinnuleyfis lögum samkvæmt.

Grunnsekt verði kr. 10.000. Sekt hækki um kr. 5.000 fyrir hvern mánuð umfram þann fyrsta sem ákærði hefur starfað hér á landi án atvinnuleyfis lögum samkvæmt.

 

2. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 2. mgr. 27. gr. Útlendingur án atvinnuleyfis ráðinn til starfa.

Grunnsekt verði kr. 100.000 fyrir hvern mann sem ráðinn er til starfa miðað við byrjaðan mánuð. Sekt hækki um kr. 50.000 fyrir hvern mánuð umfram þann fyrsta sem starfskraftar útlendings hafa verið nýttir.

Fyrir gróf brot og ítrekuð brot skal krefjast fangelsisrefsingar. Ástæða kann að vera til að krefjast sektar að auki samkvæmt 2. mgr. 49. gr. almennra hegningarlaga að uppfylltum skilyrðum sem þar eru tilgreind. Telja skal brot gróft ef sekt næmi meira en kr. 1.000.000 samkvæmt ofangreindum viðmiðunarreglum.

2.17 Lög nr. 80/2016 um útlendinga.

h. liður 2. mgr. 116. gr. Maður hefur í vörslum sínum falsað vegabréf, fölsuð skilríki eða falsaða vegabréfsáritun.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots (eins tilviks). Sekt skal vera kr. 150.000.

2.18 Lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

4. gr. Vöntun á rekstrarleyfi.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots (eins tilviks). Sekt skal vera kr. 50.000.

2.19 Lögreglulög nr. 90/1996.

19.gr. Brot gegn skyldu til að hlýða fyrirmælum lögreglu.

Sekt ákvarðist eftir eðli og umfangi brota kr. 10.000-1.000.000.

2.20 Brot gegn lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 585/2007, með síðari breytingum.

1. mgr. 5. gr. Dvöl ungmenna á veitingastað sem hefur leyfi til áfengisveitinga.

6. gr. Dyravarsla.

7. gr., 12. gr., 17. gr. Rekstur leyfisskyldrar starfsemi án tilskilins leyfis.

3. mgr. 22. gr., sbr. 26. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Misbeiting leyfishafa sem hefur leyfi til veitingar áfengis á leyfi sínu.

Sektir ákvarðist eftir eðli og umfangi brota kr. 50.000-1.000.000.

2.21 Brot gegn samþykktum sveitarfélaga um bann eða takmörkun gæludýrahalds og húsdýrahalds, sbr. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brota kr. 10.000-1.000.000.

2.22 Brot gegn lögum nr. 134/2001 um leigubifreiðar og reglugerð nr. 397/2003, með síðari breytingum.

1. gr., sbr. 1. mgr. 2. gr. rgl. Vöntun á auðkennum á bifreið.

Sekt kr. 10.000.

6. gr. Akstur án þess að hafa atvinnuleyfi.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Sekt skal vera kr. 50.000.

4. málsl. 2. mgr. 6. gr., sbr. 2. mgr. 2. gr. rgl. Atvinnuskírteini ekki meðferðis.

Sekt kr. 5.000.

Tengd skjöl