Sakaskrá

Sakavottorð

Ríkissaksóknari heldur sakaskrá fyrir landið allt þar sem skráð eru úrslit sakamála. Um sakaskrána gilda reglur nr. 680/2009 , sbr. reglur nr. 800/2009 , nr. 398/2014 og nr. 419/2018. Reglur um sakaskrá ríkisins með áorðnum breytingum má nálgast hér . Í sakaskrána eru færðar tilteknar upplýsingar um sakamál, t.d. dómar, viðurlagaákvarðanir, lögreglustjórasáttir og ákærufrestanir.

Sakavottorð innihalda upplýsingar úr sakaskránni með ákveðnum takmörkunum sem getið er í framangreindum reglum. Óski einstaklingur eftir sakavottorði um sig sjálfan skal hann gera það með rafrænum hætti á Ísland.is. Sækja um stafrænt sakavottorð . Einungis tilteknir opinberir aðilar geta snúið sér beint til ríkissaksóknara og óskað skriflega eftir sakavottorði um einstaklinga og lögaðila.

Á eftirfarandi skýringartöflu sést hve lengi í árum talið færa ber upplýsingar um sakamál, sem skráðar hafa verið í sakaskrá, inn á sakavottorð, annars vegar sakavottorð til einstaklinga og hins vegar sakavottorð til yfirvalda.

Niðurstaða máls Sakavottorð til einstaklinga Sakavottorð til yfirvalda Tímamörk sem færslur upplýsinga á sakavottorði miðast við 1)
Almenn hegningarlög Óskilorðsbundið fangelsi 5 10 Lok afplánunar fangelsisdóms (þ.m.t. lok samfélagsþjónustu) eða lok reynslutíma reynslulausnar 2)
Ráðstöfun skv. 62. - 67. gr. 5 10 Niðurfelling ráðstafana
Skilorðsbundið fangelsi 5 10 Dagsetning niðurstöðu
Sekt 3 10 Dagsetning niðurstöðu
Ákærufrestun 3 10 Dagsetning niðurstöðu
Lög um ávana- og fíkniefni Óskilorðsbundið fangelsi 5 10 Lok afplánunar fangelsisdóms (þ.m.t. lok samfélagsþjónustu) eða lok reynslutíma reynslulausnar 2)
Ráðstöfun skv. 62. - 67. gr. 5 10 Niðurfelling ráðstafana
Skilorðsbundið fangelsi 5 10 Dagsetning niðurstöðu
Sekt hærri en 100.000 kr. 3 10 Dagsetning niðurstöðu
Ákærufrestun 3 10 Dagsetning niðurstöðu
Umferðarlög Óskilorðsbundið fangelsi 10 Lok afplánunar fangelsisdóms (þ.m.t. lok samfélagsþjónustu) eða lok reynslutíma reynslulausnar 2)
Ráðstöfun skv. 62. - 67. gr. 10 Niðurfelling ráðstafana
Skilorðsbundið fangelsi 10 Dagsetning niðurstöðu
Sekt hærri en 150.000 kr. 10 Dagsetning niðurstöðu
Ákærufrestun 10 Dagsetning niðurstöðu
Réttindasvipting 10 Lok réttindasviptingar
Önnur sérrefsilög Óskilorðsbundið fangelsi 10 Lok afplánunar fangelsisdóms (þ.m.t. lok samfélagsþjónustu) eða lok reynslutíma reynslulausnar 2)
Ráðstöfun skv. 62. - 67. gr. 10 Niðurfelling ráðstafana
Skilorðsbundið fangelsi 10 Dagsetning niðurstöðu
Sekt hærri en  100.000 kr. 10 Dagsetning niðurstöðu
Ákærufrestun 10 Dagsetning niðurstöðu
Réttindasvipting 10 Lok réttindasviptingar
Skýringar 1) Að liðnum tilteknum fjölda ára frá tímamarkinu eru upplýsingar sem skráðar hafa verið í sakaskrá um niðurstöðu mála ekki færðar á sakavottorð.
2) Alltaf er miðað við lok afplánunar þegar um sakavottorð til einstaklings er að ræða.