Fyrirmæli

Málaskrá ákæruvaldsins

RS: 10/2017

  • Útgáfudagur:
    25. janúar 2017
  • Gildistaka:
    25. janúar 2017
  • RS: 10/2017
    Kemur í stað RS: 2/2014

 

  • Skrá skal mál í málaskrá ákæruvaldsins þegar ferillinn ákærumeðferð er skráður á mál í málaskrá lögreglu.
  • Með ákærumeðferð er átt við málsmeðferð ákæranda sem leiðir til útgáfu ákæru, niður­­fellingar máls, niðurfellingu saksóknar eða skilorðs­bund­innar ákæru­frestunar.
  • Skráning á ferlinum ákærumeðferð skal fara fram um leið og mál kemur til með­ferðar hjá ákæranda.
  • Ákærandi sem fer með mál eða starfsmaður á skrifstofu ákæranda, sem for­stöðu­maður hefur falið það verkefni, skráir mál til ákærumeðferðar.
  • Skráning ferla í málaskrá ákæruvaldsins skal fara fram sem næst rauntíma.
  • Heimilt er að halda skrá um mál sem er til meðferðar hjá ákæranda í öðru málaskrár- eða skjalaskráningarkerfi samhliða skráningu í málaskrá ákæru­valds­ins.
  • Skrá skal að lágmarki eftirfarandi ferla í málaskrá ákæruvaldsins:
    • Úthlutun til starfsmanns
    • Saksóknarákvörðun (ákæra, niðurfelling, niðurfelling saksóknar eða skil­orðs­bundin ákærufrestun)
    • Þingfesting
      • Skrá skal þingfestingardag
      • Skrá skal málsnúmer í héraðsdómi
    • Málsmeðferð fyrir héraðsdómi
      • Skrá skal tegund málsmeðferðar (viðurlagaákvörðun, játningarmál, aðalmeðferð)
    • Aðrir ferlar
      • Skrá skal aðra ferla eftir því sem við á undir rekstri máls eða aðra meðferð þess hjá ákæranda (framhaldsákæra, frávísun frá héraðs­dómi, fallið frá ákærulið o.fl.)
  • Heimilt er að skrá viðbótarupplýsingar í athugasemdareit ef það horfir til frekari skýr­ingar á meðferð eða stöðu máls. Gæta skal vandvirkni í orða­lagi.
  • Lokastig skráningar á ferlum hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara eru eftir­farandi:
    • Málsmeðferð í héraði – undirflokkur (viðurlagaákvörðun, játningarmál eða aðalmeðferð).
    • Niðurfelling máls.
    • Niðurfelling saksóknar.
    • Skilorðsbundin ákærufrestun
  • Skrifstofa ríkissaksóknara annast skráningu ferla eftir að mál hefur verið dómtekið fyrir héraðsdómi.
  • Skrifstofa ríkissaksóknara annast skráningu ferla vegna kærðra ákvarðana lög­reglu­­stjóra eða héraðssaksóknara um lokaafgreiðslur mála.
  • Þegar gefin er út ein ákæra vegna brota sem skráð eru í fleiri en einu máli skal sam­­­eina málin í málaskrá ákæruvaldsins undir einu af LÖKE-málsnúmerunum.
  • Lögreglustjórar og héraðssaksóknari skulu skanna inn í LÖKE skjöl sem tilheyra máli, enda hafi þau ekki þegar verið skráð með rafrænum hætti. Með skjölum er t.d. átt við áverka­vottorð, matsgerðir, reikninga, niðurfellingarbréf, ákærur, bréf til dóm­stóla, bréfasamskipti við lögmenn eða stofnanir o.fl.

 

Sigríður J. Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari

Tengd skjöl