Fyrirmæli

Verkferlar sem ákærendum ber að vinna eftir

RS: 3/2020

  • Útgáfudagur:
    18. mars 2020
  • Gildistaka:
    18. mars 2020
  • RS: 3/2020

Í kjölfar sameiginlegs vinnufundar lögreglu og ákæruvalds á Laugabakka 13.-14. mars 2019, um meðferð kynferðisbrota, starfaði vinnuhópur sem hafði það verkefni að útbúa verkferla fyrir ákærendur. Þeir verkferlar liggja nú fyrir. Ríkissaksóknari leggur hér með fyrir ákærendur að vinna í samræmi við verkferlana við meðferð allra sakamála, þ.e. ekki einungis við meðferð kynferðisbrotamála.

Verkferlarnir, sem fylgja fyrirmælum þessum, varða:

· Rannsókn hætt

· Niðurfellingu máls

· Útgáfu ákæru

· Ákærufrestun og boðunarbréf vegna ákærufrestunar

· Fallið frá saksókn

· Mál sent öðru embætti til ákærumeðferðar

· Farbann

· Gæsluvarðhald

 

Sigríður J. Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari

Tengd skjöl