Um embættið

Fréttir (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

Rannsókn á meintu broti gegn þagnarskyldu - 6/20/14

Ríkissaksóknari hefur í dag móttekið rannsóknargögn frá lögreglustjóranum á höfuð­borgarsvæðinu vegna meints brots gegn þagnarskyldu, að því er varðar ætlaða miðlun persónuupplýsinga frá innan­ríkis­ráðuneytingu til fjölmiðla. Lög­reglu­­stjórinn á höfuð­borgar­­svæðinu hefur farið með rannsókn máls­ins samkvæmt fyrir­mælum ríkis­saksóknara. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um mál þetta.

Athugasemdir vegna opinberrar umfjöllunar um frávísun á kæru á hendur hæsta­réttardómara og sérstökum saksóknara - 6/19/14

Ríkissaksóknari vísar til frétta og opinberrar umræðu vegna ákvörðunar embættisins frá 27. janúar sl., um að vísa frá kæru, dags. 11. október sl., á hendur nafngreindum hæsta­réttardómara og sérstökum saksóknara, vegna meintra brota mánudaginn 17. maí 2010.

Rannsókn ríkissaksóknara á atvikum í Hraunbæ 20 - 6/13/14

Ríkissaksóknari hefur haft til rannsóknar atvik og aðgerðir lögreglu í og við fjölbýlishúsið að Hraunbæ 20, Reykjavík, sem áttu sér stað 2. desember 2013, en Sævar Rafn Jónasson lést í kjölfar aðgerðanna vegna skotsára sem lögregla veitti honum.

Dómur vegna innflutnings á 30.225 e-töflum - 5/28/14

Vegna villandi umfjöllunar í fjölmiðlum um málsmeðferðartíma hjá ríkissaksóknara í máli sem varðaði innflutning á rúmlega 30.000 e-töflum til dreifingar hér á landi, telur ríkissaksóknari rétt að skýra ákveðin atriði í meðferð málsins.

Álit setts umboðsmanns í máli nr. 7395/2013 - 5/28/14

Ríkissaksóknari hefur yfirfarið álit setts umboðsmanns Alþingis frá 5. maí sl. í máli nr. 7395/2013.

Síða 4 af 8